ÓRG 22% – Þóra 19%

Fjölmiðlun

Ólafur Ragnar Grímsson hefur 22% fylgi samkvæmt netkönnun Gallup, en ekki 46%. Þóra Arnórsdóttir hefur 19% fylgi, en ekki 39%. Engin leið er að sjá, að þau 39%, sem ekki skiluðu sér, hugsi eins og þeir, sem hafa ákveðið sig. Þar á ofan er óvíst, að þau 13%, sem tóku ekki afstöðu, muni taka afstöðu í sömu hlutföllum og hinir. Þannig eru 39% plús 13% kjósenda óráðin gáta, það eru alls 52%. Með tilliti til alls þessa eru rauntölur Ólafs Ragnars og Þóru hálfu lægri en fjölmiðlar segja. Og rauntölur allra hinna eru svo lágar, að þær mælast varla. Fullkomin óvissa ríkir því um úrslit forsetakosninganna.