Ég hef látið undir höfuð leggjast að minnast Oriana Fallaci, ítölsku fréttakonunnar, sem gerði Henry Kissinger að fífli og spurði Khomeni erkiklerk, hvernig væri að synda í kvenfötum að hætti rétttrúnaðar í Persíu. Fallaci komst tíu ára gömul í kynni við veruleikann, þega hún var vaktmaður lýðræðissinna á Ítalíu á fasistatíma Mussolini. Hún hefur mest og bezt lýst styrjöldum og lætur ekki hjá líða að segja viðmælendum sínum til syndanna, síðast múslimum. Lögreglan í Mexikó skaut hana þremur skotum og dró á hárinu niður kirkjutröppur 1968. Hún lifði samt til 76 ára aldurs.