Orkuveitan hefur tilnefnt sig til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Brandari ársins. Hún hefur lengi verið í æðibunu, safnað skuldum upp á milljarða króna og hækkað gjöld á borgarbúa um ellefu milljarða. Hellisheiðarvirkjun er ekki sjálfbær; orkan eyðist, þegar af er tekið. Virkjun við Hverahlíðar á að bjarga því fyrir horn í bili. Brennisteinsmengun er margföld sú, sem áætluð var. Meira að segja hefur Hellisheiðarvirkjun orsakað jarðskjálfta. Orkuveitan er nánast eins lítið umhverfisvæn og hægt er að vera. Þar hefur verið samfellt fyllerí án nokkurrar fyrirhyggju, án nokkurrar tilfinningar fyrir því, sem náttúran þolir.
(Vegna nafnleysis bloggsins er lokað fyrir athugasemdir hér. Þeim, sem vilja sjá umræðuna eða taka þátt í henni undir nafni, er bent á fésbókina.)