Vigdís er mesta viðundrið í pólitík. Segir sæstreng munu „gjaldfella okkar eigin orku og menga hana með þessari skítugu orku sem þar [í Evrópu] er að finna.“ Sagði það á alþingi. Telur vont að blanda saman rafmagni úr vatni og rafmagni úr olíu. Meiri háttar samsláttur hjá þingmanninum. Það segir okkur töluvert um liðið, sem fer fram af hálfu Framsóknar. Og enn frekar um liðið, sem kýs slík viðundur til að stjórna landinu. Ég hef lengi talið, að fámenn þjóð og tregir kjósendur þurfi útlendinga til að stjórna ríkinu. Því meira sem Vigdís talar, þeim mun sannfærðari er ég um fánýti íslenzks sjálfstæðis.