Orkuveitan í sandkassa

Punktar

Orkuveita Reykjavíkur og Ölfushreppur hafa stöðvað borun í Hengli. Það gerðist í kjölfar frétta í Blaðinu um, að framkvæmdirnar væru ólöglegar. Þær hafa ekki farið formlegt ferli um kerfið og Skipulagsstofnun ríkisins hefur krafizt stöðvunar. Skoðum annars vegar þetta bráðræði Orkuveitunnar og hins vegar glannalega hönnun hennar á leiðslum undir Skarðsmýrarfjalli, sem stinga í augu vegfarenda. Þá má sjá, að hrokinn og frekjan, sem einkenna Landsvirkjun, einkenna líka Orkuveituna. Hvor tveggja er stofnun verkfræðinga, sem ekki hafa vaxið upp úr sandkassanum.