Hellisheiðarvirkjun er byrjuð að veslast upp. Ósjálfbær, dregur upp meiri hita en bætist við. Frá áramótum hefur framleiðslan minnkað um 30 megavött. Fréttablaðið skúbbaði þessu í morgun. Þetta gerist, þegar hófs er ekki gætt, er menn göslast án fyrirhyggju. Í örvæntingu hyggst Orkuveitan leggja þangað þriggja milljarða rör frá borholum ráðgerðrar Hverahlíðarvirkjunar. Sem þá verður væntanlega ekki reist. Hvað verður þá um álvers-órana í Helguvík? Vitfirringar álvæðingar eru búnir að semja um orku, sem ekki er til, og nú kemur að skuldadögunum. Er hægt að stöðva stjórnlaust ofstæki álvæðingar?