Kostnaði við Kárahnjúka hefur til skamms tíma verið haldið leyndum. Markmiðið er að fela umframkeyrsluna. Kárahnjúkavirkjun átti að kosta 130 milljarða króna, en fór í 240 milljarða króna. Það er nærri tvöföldun. Með hliðsjón af verðbólgu krónunnar var raunveruleg hækkun um 60%. Þetta þýðir, að spár um arðsemi virkjunarinnar fóru út um þúfur. Orkan er seld til álbræðslu Alcoa á undirverði, sem veldur verulegum vanda í rekstri Landsvirkjunar. Vandræðin eru og verða auðvitað flutt á herðar almennra orkunotenda. Hluti sorgarsögu stóriðju, orkuverin sliga skuldastöðu landsins og voru ein ástæða hrunsins.