Konur falla í prófkjörum af ýmsum ástæðum, stundum af því að þær eru konur. En oftar falla þær af öðrum ástæðum. Til dæmis féllu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og þingkonurnar Elín Hirst og Valgerður Gunnarsdóttir, því þær stóðu sig illa og áttu ekkert erindi. En karlremban í Suðurkjördæmi felldi Unni Brá Konráðsdóttur, sem vildi styðja flóttafólk. Kjósendur settu í staðinn aldraða karlrembu, sem óttast flóttafólk, Ásmund Friðriksson. Um hann segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Flokksins, að það sé ”vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki“ og hann. Konur eiga stundum erfitt í karlrembdum íhaldsflokki.