Ísland er svo örmagna af rótgróinni spillingu, að eingöngu útlendingur gat tekið við Seðlabankanum. Svo lítið traust er eftir í samfélaginu, að enginn Íslendingur gat tekið við. Límið er gersamlega farið eftir áratuga óstjórn Sjálfstæðisflokks, fyrst með hjálp Framsóknar, síðan Samfylkingar. Verið getur, að stjórnarskráin banni útlendinga, en það sannar þá, að hún er ónýtt plagg. Hún nær ekki yfir þá staðreynd, að Íslendingar eru vanhæfir til að vera fullvalda þjóð. Enn styðja 25% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, sem er sameiningartákn spillingar ráðamanna og tröllheimsku almennra flokksmanna.