Orrigal frá Frón og Sövik

Hestar

Skráning kynbótahrossa er orðin skökk. Bændasamtökin leyfa hrossanöfn, sem ekki eru íslenzk, svo sem Fifar og Orrigal. Þótt það stríði gegn ákvæðum alþjóðasamtaka íslenzka hestsins. Leyfa vörumerki í stað fæðingarlögbýlis, svo sem Margrétarhof og Frón. Þótt annar reitur sé fyrir nafn eiganda á skráningarblaði. Leyfa eigandanafn í stað fæðingarlögbýlis, svo sem Sövik og Rørvik. Allt eru þetta dæmi um agalausa skráningu. Misvitrar óskir eigenda eru teknar fram yfir upprunalegar hugmyndir um skráningu einkenna í mismunandi reiti. Með sama framhaldi verður skráningin smám saman að bulli.