Örþrifaráð á lokaspretti

Punktar

Ef Bjarni Benediktsson gefst upp fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, verður hann að píslarvotti. Hér á landi verða taparar ævinlega píslarvottar. Menn fara að muna eftir mannkostum Bjarna og pólitískir andstæðingar munu kynda undir. Hanna Birna verður sökuð um að slátra Bjarna á viðkvæmri stund, á svonefndu kortéri fyrir kosningar. Ekki mun duga að skipta um hest í miðri á og Hönnu Birnu verður kennt um ósigurinn. Reiðin í garð Bjarna mun að nokkru leyti yfirfærast á hana, gera henni erfitt fyrir í framhaldinu. Illskást er því að forðast að grípa til örþrifaráða síðustu metra kosningabaráttunnar.