Jenny Anna Baldursdóttir leggur til, að öryggismyndavélum verði komið upp í bönkum, þingherbergjum og Seðlabankanum. Almenningur geti fylgzt með, hvað bankatjórar, þingmenn og ráðherrar plotta. Frábært mál. Öryggismyndavélar í miðbænum koma að gagni við að finna smákrimma, sem sparka í fólk og henda í það glösum. Slíkar vélar í reykfylltum bakherbergum fjármála og stjórnmála mundu gagnast enn betur. Bankastjórum, ráðherrum og öðrum ofurmennum verði bannað að gera neitt nema fyrir framan myndavélar. Persónuvernd tryllist auðvitað, svo að við sendum hana bara úr landi í leiðinni. Gegnsæi er málið.