Hrunið hindraði tilraun Íslands til að fylgja norrænni velferðarstefnu. Að vísu tókst stjórn Jóhönnu að mestu leyti að verja stofninn, en ýmsar greinar visnuðu. Landsspítalinn fór aldrei framaf brúninni á því kjörtímabili. Nú eru hins vegar við völd andstæðingar velferðar. Þeir létu það verða sitt fyrsta verk að grýta tugum milljarða í fjárhaldsmenn sína, kvótagreifana. Því varð að skera grimmt niður á öllum stöðum. Nú eftir tæpt ár hriktir í velferðinni gervallri. Krabbamein kostar sjúkling milljón á ári og fleiri flóknir sjúkdómar eftir því. Menntun er líka að verða forréttindi auðugra.