Öryggisráðið

Punktar

Einar Oddur Kristjánsson efast um réttmæti þess að leggja tæpan milljarð í kosningabaráttu til að koma Íslandi í Öryggisráðið í nokkur ár. Málið var sett af stað af flottræfilshætti þáverandi utanríkisráðherra, sem hefur komið á fót sendiráðum víða um heim. Ísland mun berjast við tvö önnur Evrópuríki um laust sæti í ráðinu. Þar sem horfur eru ótryggar í alþjóðamálum er ólíklegt að kjarnaríki Evrópusambandsins sætti sig við, að ríki, sem talið er hálfgert leppríki Bandaríkjanna, taki eitt af sætum Evrópu. Því má telja næsta öruggt, að baráttan verði til einskis.