Öryrkjar eru ódýrir

Punktar

Öfugt við það, sem Vigdís Hauksdóttir segir, eru öryrkjar ekki hlutfallslega fleiri hér en á öðrum norðurlöndum. Öryrkjar eru raunar heldur færri hér. Því er ekki hægt að tala um sérstakan öryrkjavanda. Enda er Vigdís bara að reyna að beina athyglinni frá raunverulegum afætum okkar, auðgreifunum. Í því skyni skeytir hún að venju engu um tölur og staðreyndir. Hún lýgur líka, að öll laun skerði örorkubætur. Hið rétta er, að 110 þúsund króna vinna á mánuði skerðir ekki örorkubætur. Rétt er samt að afnema alla skerðingu örorkulífeyris vegna atvinnutekna. Hjálpar öryrkjum út á vinnumarkað. Vigdís er þar ekki hjálpleg.