Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru komnir í stjórnarandstöðu gegn Samfylkingunni. Fyrst kom hvalveiðistefna Einars Guðfinnssonar. Nú beina þeir spjótum sínum að málum Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Þeir finna, að hún er veik fyrir og er þeim auðveld bráð. Þeir hafa kastað frumvarpi hennar um landskipulag. Þeir hyggjast koma upp álverum gegn vilja hennar. Ef svo fer sem horfir, riðar ríkisstjórnin til falls. Þórunn getur að vísu flotið enn um sinn að feigðarósi. En senn neyðist flokkur hins “fagra Íslands” að koma ráðherra sínum og málefnum sínum til bjargar. Með því að slíta samstarfinu.