Flugvellir Vesturlanda eru skýrt dæmi um, að Osama bin Laden hefur sigrað. Hvarvetna þjarma öryggisliðar að almennum borgurum. Heimta, að þeir fari úr skóm og taki af sér belti. Gramsa í farangri þeirra og síðast en ekki sízt káfa þeir á almenningi. Tilgangsleysi í nafni öryggis. Sums staðar er farið að taka fólk höndum fyrir að hafa tjáð pólitískar skoðanir. David Miranda varð um daginn að dúsa níu tíma í fangelsi á Heathrow. Svona var ástandið ekki um aldamót. Þá voru vestrænir menn frjálsir og þá var ljúft að ferðast. Osama bin Laden tókst að breyta vesturlöndum í þriðja heims lögregluríki.