Enn fjölgar uppsögnum hjúkrunarfólks og þær fyrri eru ekki dregnar til baka. Bendir til, að fólk sé ósátt við útkomuna. Dregur úr líkum á, að unnt sé að trekkja klukkuna til baka. Til þess tíma, er sjúkrahús hér voru sambærileg við norræn. Ekkert bendir til, að lát verði á ofsóknum ríkisstjórnarinnar í garð hjúkrunarfólks. Markmið ráðherra er raunar annað: Að rústa Landspítalanum, láta einkavini leysa hann af hólmi. Eftir bandarískri reynslu verður heilsugeirinn þá tvöfalt dýrari. Nær samt bara til hálfrar þjóðarinnar. Einnig hér er hálf þjóðin of fátæk til að borga. Verður eins og einkavinavæðing vatnsins í Suður-Ameríku.