Ósiðlegur mottumars

Punktar

Markaðsfræðilega kann það að vera sniðugt. En siðferðið gengur ekki upp. Ef Krabbameinsfélagið safnar fimmtíu milljónum með tuttugu milljóna kostnaði, er það á hálum ís. Er þá ótalinn ýmis kostnaður við ráðgjöf. Að venju segja menn efnislega, að tilgangurinn helgi meðalið. En hann gerir það bara ekki. Mottuævintýri Krabbameinsfélagsins er utan heilbrigðrar siðsemi. Það grefur undan tilraunum góðgerðarsamtaka til að hafa fé af fólki. Það gengur ekki, að nánast helmingur af söfnuðu fé brenni í útlögðum kostnaði við söfnunina. Eins og oftar áður grefur blinda markaðshyggjan undan siðavendni manna.