Ósjálfbær atvinnugrein

Punktar

Íslenzkur landbúnaður er ósjálfbær. Helmingur tekna hans kemur frá ríkinu, skattgreiðendum. Þar getur Vigdís Hauksdóttir sparað. Enn keyra sjálfhverfir bændur sauðfé sitt á sanda og auðnir, sem reynt hefur verið að friða. Þar á meðal eru Almenningar í Þórsmörk og Mývatnsöræfi. Bændaforingjar halda uppi stríði við viðskiptafólk sitt á mölinni. Kalla það latte-lepjandi aumingja, sem er dálítið fyndið, því latte þýðir mjólk. Tolla innflutta búvöru út af kortinu, til dæmis góða osta. Bjóða í staðinn íslenzka gúmmíosta. Íslenzkur landbúnaður er ekki heiðvirður atvinnuvegur, heldur félagsmálastofnun.