Mikil eftirsjá er að Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis. Hann er mjög fínn fréttamaður og hefur næmt auga fyrir áhugamálum almennings. Hann reyndi að reka fréttastofuna óháð hagsmunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og annarra eigenda hennar. Erfitt verður fyrir nýjan mann að verjast frekum gullætum. Ef fólk styður frjálsa og óháða fjölmiðlun, utan fyrirferðarmikilla hagsmuna, á það að segja upp Stöð 2. Eins og menn hafa væntanlega áður sagt upp Mogganum, þegar hann varð málgagn kvótagreifa og Davíðs Oddssonar. Hefðbundin fjölmiðlun á við aukið andstreymi að stríða.