Grúppur eyðileggja þjónustu við kúnna. Það er almenna reglan. Því var ekki von á góðu, þegar Maggi og Jón hættu að selja fisk og brandara í Hafrúnu við Skipholt. Búðin rann inn í tólf fiskbúða Fiskisögu, sem hækkaði verð, setti út nýja fiskinn og inn gamlan fisk í gumsi. Unga fólkið vill það, sögðu stjórarnir. Gamlir kúnnar tuldruðu og tíndust brott. Eftir nokkra mánuði var settur inn nýr fisksali, sem kunni fagið, henti gumsinu og bauð nýjan fisk. Óskar er frábær, segir brandara og fyrirles um pólitík. Allt er orðið eins gott og í gamla daga. Nema verðið, það er því miður grúppuverð.