Óskar og martröðin mín

Punktar

Frá ómunatíð hef ég skipt við Hafrúnu í Skipholti. Fyrst var þar Maggi, svo Jonni og loks Óskar. Þar fékk ég nýjan fisk á beinum og í roði. Og línuna í pólitíkinni í kaupbæti. Búðin komst í eigu Fiskisögu, sem slátraði Gallery Kjöt. Hún fór að selja gamlan fisk í tíu mismunandi sósum. Sem betur fer rataði búðin inn á gömlu línuna og ég fékk línuna hjá Óskari. Svo var búðin læst í lok maí og hefur síðan verið læst vegna “sumarleyfa og breytinga”. Grunsamlegt. Ég hef stundum keyrt þar framhjá eins og vonsvikinn biðill. Í nótt fékk ég martröð: Óskar farinn og búðin seldi gamlan fisk í tíu sósum.