Mér sýnist kröfur vera minni til Samfylkingarinnar en til Vinstri grænna. Fólk veit, að ráðherrar Samfylkingarinnar tóku þátt í ákvörðunum og skorti á þeim fyrir hrunið. Veit, að þingmenn flokksins eiga erfitt með að velta við steinum af ótta við geta komið flokksbræðrum illa. Skilur, að sumir þingmenn flokksins óttist vitnaleiðslur. Þetta sama fólk skilur hins vegar alls ekki þvermóðsku einstakra þingmanna og jafnvel eins ráðherra Vinstri grænna. Þeir reyna að bregða fæti fyrir vitnaleiðslur í pólitískum þætti hrunsins. Og reyna að verja það með óskiljanlegri froðu útskýringa að hætti Ögmundar Jónassonar.