Seðlabankastjóri Hollands og yfirmaður hollenzka fjármálaeftirlitsins bulla út í eitt eins og Davíð Oddsson. Fullyrða, að eitthvað hafi gerzt, en styðja það engum gögnum. Ekki er nóg að fullyrða, að íslenzka fjármálaeftirlitið og íslenzkir ráðherrar hafi logið. Hollendingarnir þurfa að sýna fram á það. Annað væri hrein móðgun og raunar meiðyrði. Þetta bull frá Hollandi hefur gengið of langt. Ég óttast, að þessir málglöðu embættismenn hollenzku séu jafn óhæfir til starfa og fyrrverandi starfsbræður þeirra á Íslandi. Utanríkisráðherra Íslands verður umsvifalaust að heimta sönnunargögnin.