Skemmtilegasta frétt vikunnar kom ekki í fréttum fjölmiðla. Snýst um, að stjórnarskrárfrumvarpið skapi hættu á að fólk fái ekki að njóta sólar. Og verði að fá leyfi til að anda að sér lofti. Kom fram í sérkennilegu áliti nefndar lögfræðingafélagsins. Sýnir vel ruglið, sem öskur yfirstéttarinnar er komið í. Kjörið var fyrir fjölmiðla að kanna málið. Spyrja nefndarmenn, hvernig álitið hafi orðið til, hversu drukknir nefndarmenn voru, þegar þeir skrifuðu þetta. En miðlarnir gæta hagsmuna yfirstéttarinnar og þögðu háværu hljóði. Blogg og fésbók urðu að dreifa þessu, en fjölmiðlarnir eru á útleið.