Hef lengi skipt við Ostabúðina á Skólavörðustíg. Þar eru fínir og franskir ostar. Einnig reykt gæsabringa og svartfuglsbringa, ýmsar kæfur, bjúgu og sultur. Upp á síðkastið hef ég líka skipt við Búrið í Nóatúni. Fínu ostarnir eru þar merktir með skýringum. Þar eru líka grænmetissultur frá Guðrúnu Ögmundsdóttur og flatbrauð frá Auðkúlu. Slíkar búðir líkjast góðum bakaríum og fiskbúðum. Sérverzlanir með ferskra vöru fyrir þá, sem láta sér annt um mat. Melabúðin er líka nokkuð glúrin með niðursoðna loðnu og niðurlögð bleikjuhrogn. En hér vantar gourmet-búð með fullt af vörum beint frá bónda.