Óstarfhæfi meirihlutinn

Punktar

Hefði ríkisstjórnin starfhæfan meirihluta á Alþingi, gæti hún komið málum sínum í gegn. Hún hefur það ekki, nokkrir þingmenn Vinstri grænna eru farnir annað og nokkrir í viðbót stunda bara skemmdarverk. Svokallaður meirihluti getur því ekki beitt ákvæðum þingskapa um takmörkun ræðutíma í málum, sem tuggin voru tugi klukkustunda. Ríkisstjórnin hefur ekki hugrekki til að láta á það reyna. Einkenndi þinghaldið í fyrravetur og búast má við hinu sama á komandi vetri. Fari svo fram sem áður, verður þinghaldið bara bófahasar. Á því er engin lausn, engin framvinda, nema segja af sér og boða til kosninga.