Óstarfhæfur embættismaður

Punktar

Umboðsmaður skuldara hefur fengið rúmlega 2800 óskir um greiðsluaðlögun og afgreitt 22 af þeim. Embættið virkar greinilega alls ekki. Augljóst er, að taka mun fjölda ára að afgreiða þær umsóknir, sem þegar eru komnar. Skrítið er, að stjórnvöld skuli ekki sjá þetta. Jóhanna Sigurðardóttir virðist vera sambandslaus við veruleikann. Hún ákveður aðgerðir, sem eiga að fela í sér skjaldborg heimilanna. Skiptir sér svo ekki af framhaldinu. Heldur bara, að allt sé komið í stakasta lag. En svo gerist ekkert í raunveruleikanum, því að embættismaðurinn er ófær um að gegna hlutverki sínu. Er bara óstarfhæfur.