Alkunnugt er, að útlendingar mega ekki kaupa land í Kína. Því er skrítið og beinlínis ósvífið, þegar Huang Nubo sakar Ísland og raunar Vesturlönd öll um “óréttlæti og þröngsýni”. Ruglið í honum er stutt af kínverskum fjölmiðlum, sem sjá ekkert rangt í, að Kína banni öðrum það, sem Kínverjar vilja sjálfir fá. Raunar í samræmi við aðra frekju og ósvífni Kínverja á fjölþjóðlegum vettvangi. Eftir á að hyggja er gott er að vera laus við fjárfestingu Huang Nubo á Grímsstöðum. Þótt engin annarleg sjónarmið hafi verið sýnileg, gefa kvartanir hans sýn inn í brenglaðan hugarheim. Huang Nubo bullar út í eitt.