Sannleiksnefndin kvartaði yfir ónothæfum upplýsingum frá Glitni um styrki til pólitíkusa. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans skiluðu gögnum en skilanefnd Glitnis skilaði bara þrugli. Hvers vegna hagaði hún sér verr en aðrar skilanefndir? Hvers vegna sagðist Árni Tómasson nefndarformaður þurfa að hugsa málið? Því að skilanefndin er spillt. Skilur ekki muninn á réttu og röngu. Árni Tómasson hefur áður ögrað þjóðinni. Þegar Fjármálaeftirlitið rak Kristján Óskarsson úr skilanefndinni, réð Árni hann sem framkvæmdastjóra sömu skilanefndar. Lengra er víst tæpast hægt að ganga í spilltri ósvífni.