Fyrir Íraksstríð héldu George W. Bush Bandaríkjaforseti og hirð hans því fram, að Saddam Hussein hefði yfir að ráða 500 tonnum af sinnepsgasi og taugagasi, 25.000 lítrum af miltisbrandi, 38.000 lítrum af bótúlín, 29.984 bönnuðum efnavopnum, nokkrum tugum Scud-eldflauga, 18 færanlegum efnavopnaverksmiðjum, langdrægum flaugum til að dreifa miltisbrandi og ýmsu fleira góðgæti til manndrápa. Ekkert af þessu var notað í stríðinu og ekkert af því hefur fundizt eftir stríð, þótt sumt af þessu hljóti að vera afar fyrirferðarmikið. Ennfremur flögguðu forsetinn og Colin Powell utanríkisráðherra klaufalega falsaðri leyniskýrslu um, að Írak hafi reynt að kaupa úraníum frá Níger. Yfirlýst markmið stríðsins við Írak var að koma böndum á allt þetta eitur, svo að það yrði ekki notað gegn Bandaríkjunum. Frá þessu segir Nicholas D. Kristof í New York Times.