Óþægileg kúvending

Punktar

Allir gátu sagt sér fyrirfram, að Viðreisn mundi fara í samstarf með Sjálfstæðis. Ekkert kom þar á óvart nema hvað útibúið var fljótt að hverfa frá aðalstefnumáli sínu, þjóðaratkvæði um viðræður við Evrópusambandið. Þetta er hvort tveggja sama yfirstéttin í þjóðfélaginu. Undarlegra er, hversu auðvelt Björt framtíð á með að kyngja hægri stefnu Sjálfstæðis. Að vísu hefur flokkurinn lítið gert af því að staðsetja sig í pólitík. Talað meira um ný vinnubrögð, rétt eins og píratar hafa gert. Kjósendur flokksins gátu vænzt samhljóms þar á milli. En rennsli Bjartrar framtíðar yfir á hægri kantinn kom mörgum þessara kjósenda óþægilega á óvart.