Óþægindi landsbyggðar

Punktar

Hornfirðingar fá ekki aukin þægindi af flutningi stofnunar til Sauðárkróks. Þvert á móti er tregara samband þangað en til Reykjavíkur. Sauðkrækingar fá ekki aukin þægindi af flutningi ríkisstofnunar til Ísafjarðar, af sömu ástæðu. Og Ísfirðingar fá ekki aukin þægindi af flutningi stofnunar til Hornafjarðar, af sömu ástæðu. Fólk getur verið í tölvusambandi og síma, en það jafnast ekki á við auglit til auglitis. Öll landsbyggðin hefur óþægindi af flutningi stofnunar frá Reykjavík, þar sem fólk vill geta rekið öll erindi sín. Dreifing stofnana er ekki í þágu landsbyggðar almennt, bara í þágu þess staðar, sem fær báknið.