Náttúrupassinn er dæmigerð séríslenzk lausn fábjána á einföldum vanda. Við þurfum ekki annað en að láta ferðaþjónustuna borga sama vask og aðra þætti atvinnulífsins. Eða þá að ráðast gegn svartri starfsemi í ferðaþjónustunni. Hvort fyrir sig útvegar margfalt meiri peninga en þarf til að ganga betur frá vinsælum ferðastöðum. Setja þar upp hreinlætisaðstöðu, gangstíga og tröppur og ganga frá öðrum innviðum. Hvort fyrir sig leysir vandann án þess að æsa Íslendinga. Sem vilja skoða landið sitt frítt og hafna nefskatti. Sama gildir um erlenda túrista. Vaskur og skattaeftirlit eru einföld lausn.