Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar er allt annar flokkur en Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar eldri, Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar. Reyndi þá að vera „flokkur allra stétta“. Með misjöfnum árangri að vísu, en reyndi þó. Á þingi voru verkalýðsmenn eins og Pétur Sigurðsson og Guðmundur H. Garðarsson. Þetta breyttist smám saman, þegar Davíð tók völdin í þjóðfélaginu. Er enn við völd, yfirtók flokkinn aftur á landsþingi 2009, kúgaði Bjarna Benediktsson yngri til hlýðni. Stjórnar flokknum með harðri hendi úr Hádegismóum. Gerði flokkinn að skrímsli, sem sogar fé frá fátæklingum til kvótagreifa og annarra auðgreifa.