ISNIC, eigandi íslenzka lénsins .is hefur góðar reglur um skil á milli veitu og miðils. Isnic vill fara varlega í að loka síðum, af því að einhverjum líki ekki innihald þeirra. Afskiptaleysi er einmitt það rétta. Ef þér líkar ekki einhver síða, geturðu forðast hana. Þú þarft ekki að banna hana, það er forsjárhyggja úr hófi. Bandaríska nýnazistasíðan Daily Stormer er ekki á vegum hryðjuverkahóps, heldur fólks, sem er pínulítið ruglað í kollinum. Rugludallar eiga heima á netinu eins og aðrir, enda getur enginn skilið með vissu milli rugludalla og annarra. Í nútímanum æðir forsjárhyggja fram og er orðin að töluverðum vanda.