Brynjar Níelsson þingmaður telur kaupin á hlutabréfum í Arion banka ekki vera vanda. Hins vegar sé vandi, að kaupin séu gagnrýnd á þingi og í fréttaskýringum. Nýjasta dæmið um, að menn vilja kenna sögumanni um ótíðindin. Þau felast í, að sagt er, að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar um Goldman-Sachs og Och-Ziff er að ræða. Fjölþjóðlegu greiningarfyrirtækin settu Och-Ziff strax í ruslflokk. Hefur líka verið staðið að stórfelldum mútum til pólitíkusa í Afríku. Goldman-Sachs er árvisst í tugmilljarða sektum fyrir mútur og vafasöm viðskipti. Þessi tvö ágætu fyrirtæki eru kjörin til samstarfs við íslenzku bófana í ríkisstjórn.