Ótímabær tvöföldun

Punktar

Samkvæmt samningi ríkis og Spalar á að hætta gjaldtöku af Hvalfjarðargöngum á þessu ári og afhenda göngin ríkinu. Það eykur afkastagetu ganganna að losna við biðina við tollbúðina og lengir þannig líftíma núverandi skipulags. Spölur vill grafa ný 14 milljarða króna göng við hliðina til að auka afköstin og halda áfram gjaldtöku. Meðan þjóðvegakerfið er í skralli er það ekki tímabært. Vegna fleiri ferðamanna þarf mikla vegagerð. Verkefnum þarf að forgangsraða. Einföld göng duga mörg ár enn. Brýnna er að laga hringveginn, setja varanlegt slitlag á rest, stækka einbreiðar brýr og fjölga akreinum nálægt höfuðborgarsvæðinu.