Ótímabært er fyrir Björgólf Thor Björgólfsson að fara að spila veizlustjóra í fjármálaheiminum. Hans mál eru enn ekki útkljáð, þótt honum hafi tekizt að fá banka til að afskrifa lán. Gegn því að greiða sjálfur 22 milljarða upp í tjónið, sem hann olli Landsbankanum. Og lofa 12 milljörðum til viðbótar. Slíkir eru ekki taldir neinn silkipappír í safalaskinni enn sem komið er. Tjón er tjón og afskriftir jafngilda ekki hvítþvotti. Spámaður var sóttur úr Hvíta húsinu í partí á Fríkirkjuvegi 11. Var ótímabær tilraun BThB til að gera sig aftur að gullfiski fjármála. Sum höfum við meira en gullfiskaminni.