Ótímabærar andlátsfréttir

Punktar

Fréttir af andláti blaðaútgáfu hafa reynzt vera ótímabærar. Innan skamms verða dagblöð á Íslandi orðin fimm talsins, ef talin eru þau blöð, sem koma út fimm daga í viku eða oftar. Þótt samdráttur hafi lengi verið víða um heim í lestri dagblaða, sjást hans ekki merki hér á landi. Notkun yngra fólks á dagblöðum er að vísu minni en eldra fólks. Það er mikilvægasta verkefni dagspressunnar að finna unga fólkið á nýjan leik, bjóða efni, sem höfðar til þess, án þess að vera prump. Vefurinn er sárafátækur kostur í samanburði við massíf dagblöð.