Ótrúleg þjóðhetja

Punktar

Kostulegt er að lesa orðréttar spurningar og svör í meintri yfirheyslu Coleman yfir Galloway. Með lævísum hætti tókst Galloway að fara yfir öll helztu atriði í gagnrýni manna á Bandaríkin og Bretland fyrir framgönguna gegn Írak. Galloway hefur alltaf verið talinn lítið númer á brezka þinginu, margrakkaður niður fyrir stuðning við Stalín og Saddam. Hann hefur staðið allt þetta af sér og þar á ofan brottrekstur úr flokki krata. Í vor bauð hann sig fram utan flokksins og náði kjöri. Eftir yfirheyrsluna er hann orðinn þjóðhetja Breta, persónugervingur litla mannsins gegn heimsveldunum.