Hver könnunin á fætur annarri í nærri heilt ár hefur sýnt nákvæmlega það sama. Bófaflokkarnir hafa þriðjung alls fylgis, bjánaflokkarnir annan þriðjung og píratar þann þriðja. Bófaflokkarnir eru stjórnarflokkarnir, bjánaflokkarnir eru auðmjúka vinstrið. Samanlagt kallast þeir fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn. Einföld lýsing á pólitík ársins þarf ekki fleiri orð. Heimska Íslendinga er í föstum skorðum. Jafnvel gamla fólkið er tryggt kvölurum sínum, en unga fólkið veit, að rangt er gefið í spilunum. Einhvern tíma munu allir sjá, að kerfið er rotið innan. Gerist þó varla fyrr en Ólafur Ragnar og Davíð eru frá völdum.