Ótrúlega flott og gott

Punktar

Grillmarkaðurinn er ótrúlega flott veitingahús með ótrúlega góðri matreiðslu og í hádeginu á ótrúlega lágu verði. Matseðillinn er hins vegar langur og á köflum leiðinlegur, enginn “réttur dagsins”. Falinn bak við veitingastaðina Happ og Hressó. Hringstigi milli bars og veitingasalar er þungamiðjan með voldugri nútíma-ljósakrónu. Þar fyrir innan er opið inn í eldhús. Borð með plötum úr massífu timbri eru á svölunum við stigann. Mögnuð skelfisksúpa með rækjum, kræklingi og beitukóngi kostaði 1900 krónur og kolabrenndur lax, undurmeyr, með kartöflusalati, sætkartöflu-froðu og soja, var á 2000 krónur.