Óttaslegnir

Punktar

Samkvæmt umfangsmikilli skoðanakönnun á heimsvísu er mannkyn almennt hrætt við George W. Bush Bandaríkjaforseta og telur hann ógnun við heimsfriðinn. Samkvæmt könnuninni, sem birt var í gær í BBC, hefur þessi eindregni meirihluti stækkað eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fyrr í vetur. Þá varð einnig sú breyting, að Bandaríkjamenn sem persónur eru litnir meira hornauga en áður, enda hafa þeir staðfest gerðir forsetans. Prósentutölur voru háar í öllum spurningum könnunarinnar. Til dæmis eru 64% Breta alveg andvígir þeirri skoðun, að Bandaríkin hafi jákvæð áhrif í samfélagi ríkja.