Óttinn grefur um sig

Punktar

Fólk verður hrætt, þegar það sér velferðina bila kringum sig. Áttar sig á, að með lífeyrissjóði borgar það sjálft fyrir velferðina, sem ríkið mundi annars veita. Óttast að verða veikt og verða sett á biðlista í stað þess að verða læknað. Óttast að fá dýra sjúkdóma, sem ríkið neitar að borga. Óttast að verða slitið frá maka sínum á hæli í öðrum hreppi. Óttast siðblinda ráðherra, sem ofsækja hjúkrunarfólk og kennara, aldraða og öryrkja. Sumir óttast jafnvel, að hælisleitendur þurrki upp fé, sem annars færi í velferð. En fólk sér enga vörn heldur í rotnum stéttarfélögum og „Thatcher-light“ í vinstri lífsstíls-pólitík.