Óttinn við Láru Hönnu

Punktar

Yfirgengileg er hræðsla pólitísku bófaflokkanna við Láru Hönnu Einarsdóttur. Hún var efst á lista pírata yfir fyrirhugaða útvarpsráðsfulltrúa. Allt fór í gang. Vanhæf, görguðu þeir, sem rækta vanhæfni upp fyrir haus í vali í allar nefndir. Hún þýðir The Bold and the Beautiful í verktöku fyrir Stöð 2, jesús pétur. Pírata brast kjarkur og þeir settu Láru Hönnu niður í varasæti. Nægði þó ekki Illuga Gunnarssyni ofsóknastjóra menningarmála. Sendi henni einni af átján fulltrúum kröfu um, að hún afsanni vanhæfnina. Bófarnir fá martröð af klippum hennar af fjölbreyttri framgöngu þeirra í sjónvarpi. Hún er ofurhæf.