Í síðustu alþingiskosningum var greinilegt af magni auglýsinga og annars áróðurs, að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin höfðu tugmilljónum króna meira fé til ráðstöfunar í kosningabaráttunni en flokkarnir hefðu getað aflað sér með eðlilegum og hefðbundnum hætti hjá fólki og fyrirtækjum. Aldrei hefur verið skýrt, hvernig flokkarnir komust yfir þessa miklu peninga. Nú hafa nafnkunnir menn sagt í fjölmiðlum, að eitt stórfyrirtæki hafi sennilega greitt og annað stórfyrirtæki hafi sennilega haft áhuga á að greiða fé til að liðka fyrir hagsmunum sínum. Þurfum við frekari staðfestingu þess, að birta þurfi beinan og óbeinan stuðning við stjórnmálaflokka og -menn, svo að sértæk greiðasemi sé öllum sýnileg?.