Óvæntur eldmóður

Punktar

Um daginn kom í ljós, að einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur verið formaður samgöngunefndar Alþingis undanfarin ár. Enginn hafði tekið eftir þessu virðulega embætti hans, enda hefur höfuðborgarsvæðið hingað til ekki verið í náð nefndarinnar, þegar hún hefur úthlutað vegafé. Samkvæmt blaðagrein virtist nefndarformaðurinn skyndilega hafa öðlazt eldmóð til aukinna ríkisframkvæmda í mislægum gatnamótum á svæðinu, enda eru aðeins fáir mánuðir til kosninga, sem er of skammur tími til að staðfesta góðan vilja í verki.