Ekki bara í Hafréttarstofnun er reynt að falsa ritgerðir fræðimanna Íslandi í vil. Landsvirkjun hefur löngum haft sama háttinn á. Tók kunna verðlaunaritgerð Ólafs Arnalds úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna í umhverfismálum. Setti í staðinn stafina N/A, sem þýða „not available“. Ritgerðin fjallaði nefnilega um leyndó: „Ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi“. Þegar Kárahnjúkar voru píndir í gegn. Ástralía hefur sömu vísindastefnu, tók allt út um deyjandi kóralrif þar við land. N/A stóð þar. Sama gerði Úkraína eftir Tsjernobyl-kjarnorkuslysið, setti bara N/A. Þetta eru löndin þrjú, þar sem vísindi notast bara eftir þörfum.